Skilmálar

Almenn ákvæði:
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru á vefsvæðinu www.piparogsalt.is. Varan er eign Pipars og salts þar til kaupverð hefur verið að fullu greitt.
Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum. Vöruverð í vefverslun er tilgreint með virðisaukaskatt en án sendingarkostnaðar. Athugið að verð getur breyst án fyrirvara og er birt með fyrirvara um innsláttarvillur.

Upplýsingar um seljanda:
Pipar og salt ehf. Kt: 660695-2499. VSK-númer 47109. Hlíðarbraut 4, 220 Hafnarfjörður. Fyrirtækið sérhæfir sig í innflutningi og sölu á heimilisvörum.

Pipar og salt áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, s.s. vegna rangar verðupplýsinga eða sé vara tekin úr sölu. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Skilaréttur:

  • Skila- og skiptiréttur eru 14 dagar.

  • Kvittun er skilyrði fyrir vöruskilum.
  • Athugið að útsöluvörum er ekki hægt að skila eða skipta.

  • Varan þarf að vera í upprunalegum umbúðum, óopnuð, ónotuð og óskemmd.

  • Ef hætt er við sérpöntunarvöru er greiðsla fyrir slíkt ekki endurgreidd. 
  • Ekki er hægt að skila sérpöntunarvöru.
  • Andvirði skilavöru er endurgreidd eða skipt út fyrir aðra vöru.
  • Skilareglur takmarka ekki lögbundna neytendavernd.

  • Viðskiptavinur greiðir sendingarkostnað sem hlýst við vöruskil, en hefur einnig möguleika á að skila vörunni beint á lager eftir samkomulagi.

Sjá: Lög um neytendakaup og lög um þjónustukaup.

Afhending pantanna og sendingarkostnaður:
Sendingarkostnaður bætist við pöntun í kaupferli í samræmi við þann sendingarmáta sem valinn er.

Pipar og salt nýtir sér sendingarþjónustu þriðja aðila (Póstsins) og ber ekki ábyrgð á töfum sem koma upp eftir að pöntun hefur verið afgreidd sendingaraðila.

Afhendingartími er mismunandi eftir hvaða sendingarmáti var valinn. Á álagstímum getur afhendingartími orðið lengri en búist er við.

Reynt er eftir fremsta megni að senda vörur af stað eins fljótt og auðið er.

Einnig geta viðskiptavinir valið að sækja vörur sjálfir á lager okkar að Hvaleyrarbraut 27, 220 Hafnarfirði, á miðvikudögum á milli 17.00-18.30.

Upplýsingar viðskiptavina:
Við pöntun fyllir kaupandi út upplýsingar s.s.nafn, tölvupóstfang og heimilisfang. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn okkar. Pipar og salt ábyrgist að farið sé með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál og þær verði ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.


Kvartanir:
Sé varan gölluð eða kaupandi á einhvern hátt óánægður með kaupin hvetjum við kaupanda til að hafa samband við okkur svo við getum leyst málið í sameiningu. Sé gallaðri vöru skilað fæst sendingarkostnaður endurgreiddur. Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við meðfylgjandi sendingarkostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum vöruna ef þess er krafist


Lög og varnarþing:

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög.Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

Aðrar upplýsingar:
Ef þú hefur fleiri spurningar, ekki hika við að hafa samband. Sendu tölvupóst á piparogsalt@piparogsalt.is eða hafðu samband í síma 697-3053.